26. apríl 2023
Anna tekur við formennsku af Birni í Einingu-Iðju
Aðalfundur Einingar-Iðju fór fram 24. apríl síðastliðinn en á fundinum tók ný forysta við stjórnartaumunum í félaginu. Björn Snæbjörnsson lét af formennsku eftir að hafa gegnt formennsku í félaginu 31 ár, en í heildina hefur Björn starfað í yfir 40 ár fyrir félagið.
21. apríl 2023
Nýr samningur við Landsvirkjun samþykktur
Starfsgreinasambandið og Landsvirkjun skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 5. apríl síðastliðinn, en um er að ræða samning sem nær til félagsmanna innan aðildarfélaga SGS sem starfa hjá Landsvirkjun vítt og breitt um landið. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024 og byggir á kjarasamningi SGS og SA sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn.
19. apríl 2023
Uppfærður heildarkjarasamningur SGS og SA
Starfsgreinasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins undirrituðu nýjan kjarasamning í desember 2022 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Um var að ræða skammtímasamning sem gildir til 31. janúar 2024 þar sem lögð var megináhersla á launaliðinn og því er ekki um að ræða miklar efnislegar breytingar frá fyrri samningi.
31. mars 2023
Alþjóðleg ráðstefna IUF á Íslandi
Dagana 27.-29. mars stóðu IUF (alþjóðasamtök starfsfólks í matvælaiðnaði, landbúnaði og hótelum) fyrir alþjóðlegri ráðstefnu launafólks í fiskvinnslu og fiskeldi á Hótel Natura í Reykjavík. Starfsgreinasambandið á aðild að samtökunum og aðstoðaði við skipulagningu ráðstefnunnar. Gestir ráðstefnunnar komu víða að, m.a. frá ýmsum Evrópulöndum, Asíu, Kyrrahafsríkjum og Afríku.
2. mars 2023
SGS undirritar nýjan kjarasamning við LS og SSÚ
Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur fyrir starfsfólk sem vinnur við uppstokkun eða beitningu í landi og netavinnu. Samningurinn er á  milli Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og Landssambands smábátaeigenda og Samtaka smærri útgerða hins vegar.