20. mars 2013
Átak í verðlagsmálum fer vel af stað
Átak verkalýðshreyfingarinnar í verðlagsmálum, undir yfirskriftinni "Vertu á verði" hefur farið vel af stað. Átakið hófst 26. febrúar síðast liðinn og nú þegar hafa borist vel á annað hundrað ábendingar um óeðlilegar verðhækkanir inn á vefsíðu átaksins -www.vertuaverdi.is. Starfsgreinasamband Íslands vill hvetja almenning til að standa saman og sporna gegn þeim óeðlilegu verðhækkunum sem dynja…
14. mars 2013
Ráðstefna um málefni ræstingarfólks
Starfsgreinasamband Íslands vill vekja athygli á að mánudaginn 18. mars næstkomandi mun Báran stéttarfélag standa fyrir ráðstefnu um málefni ræstingarfólks. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Selfossi og stednur frá kl. 10:00 til 17:00. SGS hvetur starfsfólk í ræstingum sem og aðra áhugasama um að fjölmenna á ráðstefnuna, en hún er þátttakendum að kostnaðarlausu. Dagskrá ráðstefnunnar má nálga…
12. mars 2013
Málþing fræðslusjóðanna
Málþing fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar var haldið á Hótel Borgarnesi dagana 4. og 5. mars s.l. Þrátt fyrir töluverð forföll vegna veðurs var mæting býsna góð, en til málþingsins mætti starfsfólk aðildarfélaga SGS og áðurnefndra sjóða. Dagskrá málþingsins var þétt skipuð, en meðal dagskrárliða voru erindi frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, kynning á starfi fræðslus…
6. mars 2013
Mansal á vinnumarkaðnum
Það er talið að 17% mansalsfórnarlamba í heiminum séu þrælar á vinnumarkaði. Rúmlega 60% mansalsfórnarlamba eru í kynlífsánauð og 8% eru bæði í kynlífsánauð og vinnuafl í þrælkun. Líklegra er að konur séu í kynlífsánauð en hinsvegar eru karlar meirihluti þræla á vinnumarkaði. Þessar tölur gefa til kynna að verkalýðshreyfingin þarf að taka virkan þátt í að greina fórnarlömbin og vinna að úrræðum…
26. febrúar 2013
Vertu á verði - nýtt átak í verðlagsmálum
Landssambönd og aðildarfélög ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnun aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til  aukinnar vitundar. Sendu ábendingar um verðhækkanir Á heimasíðu átaksins www.vertuaverdi.is geta…