1. febrúar 2013
Atvinnuþátttaka eykst og atvinnuleysi minnkar
Í nýbirtum hagtíðindum fyrir fjórða ársfjórðung ársins 2012 gefur að líta ánægjulega þróun ef miðað er við sömu ársfjórðungana árin á undan. Atvinnuleysi mældist 4,7% á tímabilinu en á sama tíma árið á undan var atvinnuleysi 6%. Atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig og er 78,8% á viðmiðunartímabilinu, þá dró nokkuð úr vinnutímafjölda, sem er nú að meðaltali 38,7 stundir á viku en dreifist…
28. janúar 2013
Sterk grasrót er nauðsynleg
Í félagsfréttum Stéttarfélags Vesturlands, sem gefnar voru út í desember s.l., birtistmeðfylgjandi grein eftir Kristján Bragason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Síðustu ár hefur verið vaxandi umræða í samfélaginu um þörfina fyrir endurnýjun, breytingar og nýjar nálganir að viðfangsefnum hvort heldur er að ræða í stjórnmálum eða innan helstu valdastofnanna þjóðfélagsins.…
23. janúar 2013
Breytingar á kauptöxtum
Þann 1. febrúar næstkomandi koma til framkvæmda nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir samningi SGS og SA. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2013 til og með 30. nóvember 2013. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,25% auk þess sem reiknitölur og föst álög hækka um 3,25%, en þó ekki lægra en 9 kr. Þessar hækkanir þýða að lágmarkstekjur fyrir fullt starf…
22. janúar 2013
SGS og NPA miðstöðin gera kjarasamning
Starfsgreinasambandið og NPA miðstöðin hafa undirritað kjarasamning sem tekur gildi 1. febrúar næstkomandi. NPA miðstöðin hefur það að markmiði að veita fötluðu fólki á öllum aldri stuðning til að nýta notendastýrða persónulega aðstoð. Þannig hefur miðstöðin til dæmis aðstoðað við ráðgjöf við starfsmannamál, ráðningar, launa- og skipulagsmál og fleira. NPA verkefnið er tilraunaverkefni sem byggir…
21. janúar 2013
Samningstímabilið stytt og launahækkanir 1. febrúar tryggðar
Samninganefnd Alþýðusambands Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa undirritað samkomulag um að stytta samningstímabil núverandi kjarasamninga um tvo mánuði þannig að þeir renna út 30. nóvember. Með þessu móti koma umsamdar launahækkanir til framkvæmda 1. febrúar næstkomandi en vinnu við næstu kjarasamninga er fram á haustið. Þetta er í samræmi við niðurstöðu samninganefndar Starfsgreinasambands…