9. september 2025
                    
                    
                        Ályktun formannafundar SGS 
                    
                    
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands fordæmir harðlega ákvörðun stjórnvalda um að afnema framlag ríkisins til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða frá og með næstu áramótum. Með þessari ákvörðun er brotið gegn samkomulagi sem gert var við verkalýðshreyfinguna árið 2005 og átti að tryggja að réttindaávinnsla væri jöfn milli sjóða.
                    
                    
                
                        21. ágúst 2025
                    
                    
                        SGS óskar eftir verkefnastjóra
                    
                    
Erum við að leita að þér? Starfsgreinasamband Íslands leitar að skipulögðum, drífandi og jákvæðum verkefnastjóra í 100% framtíðarstarf á skrifstofu sambandsins. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf þar sem margþætt menntun og reynsla nýtist vel.
                    
                    
                
                        4. júní 2025
                    
                    
                        Burt með mismunun - ný vefsíða
                    
                    
Mismunun á vinnumarkaði getur átt sér ýmsar ólíkar birtingarmyndir og það getur reynst dýrmætt að vera upplýst/ur um þessar ólíku birtingarmyndir til að geta brugðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. Mikilvægt er að muna að mismunun á aldrei að líðast og er þar að auki ólögleg, bæði á vinnumarkaði og í daglegu lífi.
                    
                    
                
                        5. maí 2025
                    
                    
                        VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn félagafrelsi
                    
                    
Þann 30. apríl sl. kvað Félagsdómur upp dóm í máli sem Verkalýðsfélag Suðurlands rak fyrir hönd félagsmanns síns gegn hóteli á Suðurlandi og féllst á allar dómkröfur félagsins í málinu. Félagsmaðurinn sem um ræðir er fyrrum starfsmaður hótelsins. Þegar hann óskaði eftir því tilheyra áfram sínu stéttarfélagi, nánar tiltekið Verkalýðsfélagi Suðurlands, hótaði eigandi og stjórnarmaður hótelsins honum uppsögn. Viku síðar var félagsmanninum sagt upp störfum.
                    
                    
                
                        2. maí 2025
                    
                    
                        Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
                    
                    
Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót (persónuuppbót), en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.