16. nóvember 2020
Desemberuppbót / persónuuppbót 2020
Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót/persónuuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.
16. nóvember 2020
Aðalkjarasamningur SGS og SA á ensku og pólsku
SGS hefur látið þýða aðalkjarasamning SGS og SA yfir á ensku og pólsku, en þessi útgáfa er liður í því að auka upplýsingagjöf og þjónustu gagnvart fjölmörgum erlendu félagsmönnum innan aðildarfélaga sambandsins.
13. nóvember 2020
Reiknivél fyrir félagsmenn
Starfsgreinasambandið, fyrir hönd allra sinna aðildarfélaga, hefur látið setja upp reiknivél þar sem félagsmenn geta nýtt sér til að reikna út laun sín, kannað hvort launaseðlar þeirra séu réttir og annað það sem snertir margvíslegar greiðslur.
27. október 2020
SGS styður skipverja
Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270. SGS tekur undir yfirlýsingu stéttarfélaga skipverja um að hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti sé vítaverð og fram þurfi að fara sjópróf til að draga þá til ábyrgðar sem hana bera.
21. október 2020
Þingi ASÍ lokið - framhaldsþing í vor
Þingi ASÍ sem haldið var rafrænt lauk á fjórða tímanum í dag. Þingið var með óvenjulegum hætti vegna aðstæðna í samfélaginu og þess vegna var einungis gengið til þeirra starfa sem ekki var hægt að fresta, t.a.m. kosningum og afgreiðslu reikninga. Megin málefnastarf mun fara fram í vor en þinginu verður fram haldið 10. og 11. maí 2021.