19. mars 2020
Atkvæðagreiðsla hafin um nýjan kjarasamning SGS og ríkisins
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð hófst í dag kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00 fimmtudaginn 26. mars.
17. mars 2020
Laun í sóttkví - aðgerð til að hægja á útbreiðslu COVID-19
Í samræmi við þríhliða yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar frá 5.3 2020 um nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 hefur á undanförnum dögum verið unnið að lagafrumvarpi sem tryggja á launarétt launafólks sem þarf að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á Alþingi og er þar til meðferðar.
17. mars 2020
Aðgerðir vegna samdráttar á vinnumarkaði
Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt berast upplýsingar um aðgerðir erlendis frá sem leiða til frekari samdráttar. Hér er um fordæmalausar og tímabundnar aðstæður á vinnumarkaði að ræða sem mikilvægt er að bregðast hratt við af festu og framsýni.
10. mars 2020
Heildarkjarasamningur SGS og SA kominn á vefinn
Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í apríl 2019 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Sá samningur er löngum nefndur Lífskjarasamningurinn og gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember. 2022.
6. mars 2020
SGS og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.