3/17/2020 4:27:53 PM
Laun í sóttkví - aðgerð til að hægja á útbreiðslu COVID-19
Í samræmi við þríhliða yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar frá 5.3 2020 um nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 hefur á undanförnum dögum verið unnið að lagafrumvarpi sem tryggja á launarétt launafólks sem þarf að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á Alþingi og er þar til meðferðar.
3/17/2020 2:32:26 PM
Aðgerðir vegna samdráttar á vinnumarkaði
Mikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt berast upplýsingar um aðgerðir erlendis frá sem leiða til frekari samdráttar. Hér er um fordæmalausar og tímabundnar aðstæður á vinnumarkaði að ræða sem mikilvægt er að bregðast hratt við af festu og framsýni.
3/10/2020 2:58:21 PM
Heildarkjarasamningur SGS og SA kominn á vefinn
Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í apríl 2019 vegna starfa á almennum vinnumarkaði. Sá samningur er löngum nefndur Lífskjarasamningurinn og gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember. 2022.
3/6/2020 2:23:32 PM
SGS og samninganefnd ríkisins skrifa undir kjarasamning
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands, fyrir hönd 18 aðildarfélaga sinna, skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.
3/6/2020 8:58:20 AM
Þríhliða sátt um viðbrögð við COVID-19
Ríkisstjórn Íslands, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa náð þríhliða samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.