16. október 2023
9. þing SGS
9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára.
26. september 2023
Samningur SGS og sveitarfélaganna samþykktur
Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga er lokið. Niðurstöður liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með rúmlega 78% þeirra sem greiddu atkvæði.
22. september 2023
Metþátttaka á fræðsludögum starfsfólks
Óhætt er að segja að aðildarfélög SGS séu rík af mannauði og frábæru starfsfólki sem nýtir reynslu sína og hæfni til að liðsinna félagsmönnum og greiða þeirra leið. Það sást berlega þegar tæplega 40 starfsmenn aðildarfélaga SGS komu nýverið saman á fræðsludögum SGS.
14. september 2023
Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga
Síðastliðinn þriðjudag, 12. september, var undirritaður nýr kjarasamningur milli Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Öll aðildarfélög SGS, 18 talsins, eiga aðild að samningnum. Samningurinn gildir í 6 mánuði, frá 1. október 2023 til 31. mars 2024, en fyrri samningur milli aðila rennur út þann 30. september næstkomandi
13. september 2023
Formannafundur SGS í Reykjanesbæ
Dagana 7. og 8. september funduðu formenn aðildarfélaga SGS á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Meðal dagskrárliða var kynning frá Verkefnastofu starfsmats, en starfsmatskerfi sveitarfélaganna hefur verið mikið til umræðu innan raða SGS undanfarið.