5. maí 2011
Meginmarkmið Starfsgreinasambandins í höfn með nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins.
Kröfugerð samninganefndar Starfsgreinasambandsins var kynnt Samtökum atvinnulífsins 6. desember s.l. en kjarasamningurinn rann út þann 30. nóvember. Síðan eru liðnir fimm mánuðir í erfiðum og vandasömum viðræðum en nú er samningur loks í höfn. Vegna þessarar tafar gerir samningurinn ráð fyrir eingreiðslu að fjárhæð kr. 50.000 fyrir lok maí en launahækkanir koma svo til framkvæmda 1. júní. Mar…
30. apríl 2011
1. maí. Aukum atvinnu - bætum kjörin.
Nú 1. maí, á baráttudegi verkafólks eru kjaraviðræður í hnút. Krafa dagsins er um aukna atvinnu og bætt kjör. Fyrir verkalýðshreyfinguna og okkur í Starfsgreinasambandinu var krafa dagsins um aukna atvinnu og bætt kjör lykilkrafa. Við viljum og vildum auka kaupmáttinn og við vitum að lífskjörin verða því aðeins bætt að raunveruleg verðmætasköpun liggi að baki. Þess vegna vorum við tilbúin ti…
27. apríl 2011
Kjaraviðræður í hnút- verkfallsboðun rædd?
Það er gamall sannleikur og nýr að ekkert fæst án baráttu. Í þeirri baráttu er verkfallsvopnið öflugt en vandmeðfarið. Það ber að nota af ábyrgð. Nú er nauðvörn. Tilboð Starfsgreinasambandsins sem lagt var fram fyrir páska að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins var hafnað. Samtök atvinnulífsins standa föst á þeirri kröfu að ekki verði samið á almennum vinnumarkaði nema gengið sé fyrst frá mál…
13. apríl 2011
Reynt til þrautar
Eins og kunnugt er tók Starfsgreinasambandið virkan þátt í samningaviðræðum ASÍ við Samtök atvinnulífsins sem slitnaði upp úr á föstudagskvöld. Flest sérmál Starfsgreinasambandsins voru þá í höfn en þó var enn ósamið um nýja nálgun í ákvæðistengdri ræstingarvinnu og um kjör ræstingarfólks auk þess sem áherslur um málefni fiskvinnslunnar voru ókláruð. Brýnt er að ná sátt í þessum málum strax næs…
19. mars 2011
Kjaraviðræðurnar og aðkoma ríkisins.
Í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir ber öllum saman um mikilvægi þess að efla atvinnustigið. Það er grunnurinn að kjarabótum til lengri tíma litið og forsenda þess að kjarasamningar náist. Hagkerfið þarf innspýtingu fjármagns,  ekki síst erlendar fjárfestingar ef hagvöxtur á að aukast þannig að atvinnuleysið minnki og kaupmáttur aukist. Nú eru horfurnar frekar neikvæðar. Þess vegna er enn…