14. apríl 2012
Mjög góður fundur með sjávarútvegsráðherra
Formenn og fulltrúar fiskvinnslufólks aðildarfélaga SGS áttu mjög góðan samráðfund með Steingrími J. Sigfússyni og Lilju Rafney Magnúsdóttir varaformanni atvinnuveganefndar Alþingis um frumvörp rikisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald í gær föstudaginn 13 apríl. Á fundinum var einnig Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ og kynnti hann sýn þeirra á frumvörpin. Sjávarútvegsráðherra og…
10. apríl 2012
Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald
Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til samráðsfundar á meðal aðildarfélaga sinna föstudaginn 13. apríl kl. 13:00 í Sætúni 1 um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Þingkonurnar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir munu mæta á fundinn til að útskýra afstöðu ríkistjórnarinnar og ræða um hugsanleg áhrif frumvarpanna á fiskvinnslufólk. Markmiðið með þes…
26. mars 2012
Ekkert samráð við fiskvinnslufólk
Í morgun varð boðað til fundar að hálfu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis þar sem kynntar voru tillögur að nýju frumvarpi um fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir hagsmunasamtökum í atvinnugreininni. Starfsgreinasamband Íslands var ekki boðað á þennan fund, en um 5000 félagsmenn samtakanna starfa við fiskvinnslu. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðuneytið boðar ek…
15. mars 2012
Kynningar fyrir stjórnir aðildarfélaga um nýtt framtíðarskipulag
Starfshópur starfsháttanefndar Starfsgreinasambandsins heldur þessa dagana kynningarfundi víðsvegar um framtíðarskipulag SGS.  Á fundunum munu fulltrúar úr starfshópnum ásamt Kristján Bragason framkvæmdastjóri kynna tillögur starfshópsins um breytingar á lögum SGS sem snúa að hlutverki SGS og uppbyggingar á stjórnkerfi sambandsins. Að auki eru tillögur um nokkrar nýjar reglugerðir sem eiga að…
24. febrúar 2012
Kauptaxtar fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga komnir á vefinn
Nýjir kauptaxtar fyrir starfsmenn ríkisins og sveitarfélaga eru komnir á vefinn. Þessir taxtar byggja á kjarasamningum sem SGS gerir við fjármálaráðherra annars vegar og Samband íslenskra sveitarfélaga hinsvegar. Kauptaxtar hækka um 11.000 og gilda frá 1. mars 2012 til 28. febrúar 2013. Almenn laun og aðrir launaliðir hækka um 3,5%. Taxtar fyrir starfsmenn ríkisins Taxtar fyrir starfsmenn sv…