17. janúar 2011
Kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins vísað til ríkissáttasemjara
Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands(SGS) f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis sem haldinn var í dag,  var samþykkt að vísa kjaradeilu SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því sé mikilvægt að þrýsta á um markvi…
3. janúar 2011
Samningaviðræður hafnar
Samninganefnd Starfsgreinasamandsins, annarra en flóafélaganna, átti fund með Samtökum atvinnulífsins, SA, í gær föstudag, þar sem skipst var á skoðunum um kröfugerð Starfsgreinasambandsins og mál reifuð. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA gat þess að samtökin hafi nú hitt öll aðildarfélög innan ASÍ. Þar hafi sú grundvallarspurning verðið lögð á borðið hvort menn væru tilbúnir til að ræð…
23. desember 2010
Jólakveðja
Í gær voru vetrarsólstöður og dimmastur dagur, þó bjart af fullu tungli sem varð rauðbleikt um sinn í myrkvun af jörðu uns birti á ný. Þetta sjónarspil minnti um margt á efnahagsþrengingarnar og þá myrkvun sem af þeim stafa en nú horfir til betri tíma og ljósari með hækkandi sól. Efnahagsáætlun ríkissins í samvinnu við Alþjóða glaldeyrissjóðinn virðist mjaka okkur áfram í átt að endurreisninn…
13. desember 2010
Bakkavör ræðst á verkafólk í Bretlandi
Nú hafa þeir Bakkabræður, Ágúst og Lýður Guðmundssynir  ráðist til atlögu gegn verkafólki við ávaxta- og grænmetisiðju Bakkavarar í Bourne í Lincolnshire í Englandi. Störf eru britjuð niður, laun lækkuð og vinnuskilyrði skert. Þau voru þó fyrir ein þau lökustu í  Bretlandi. Efnt verður til mótmælaaðgerða, kröfugöngu og útifundar föstudaginn 17. desember í Spalding þar sem höfðuðstöðvar Bakkavar…
7. desember 2010
Megináherslur Starfsgreinasambandsins afhentar samninganefndum ríkis og sveitarfélaga
Kröfugerðir samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna voru kynntar samninganefndum ríkis og sveitarfélaga í dag og í gær. Formaður og jafnfram talsmaður samninganefnda vegna kjarasamninga við ríki og sveitarfélög er Signý Jóhannesdóttir, formaður sviðs starfsmanna ríkis og sveitarfélaga. Samninganefnd SGS gagnvart ríkinu skipa:   Signý Jóhannesdóttir, Stét…